29.06.2008
22.06.2008
Fjöldi hvítabjarna umhverfis norðurskautið er talinn vera 21 - 25 þúsund dýr. Hvítabirnir eru veiddir á norður svæðum Kanada, við strendur Alaska, á Rússnesku yfirráðasvæði og á Grænlandi. Þessar veiðar nema samtals um eitt þúsund dýrum á ári. Þar af er talið er að Grænlendingar felli 200 -250 birni á ári. Ekki er einungis um frumbyggjaveiðar að ræða því boðið er upp á trophy hunting, þ.e. sportveiðar á hvítabjörnum. Fyrir því er hefð í Alaska og Kanada, en árið 2006 ákváðu Grænlendingar að taka líka þátt í þeim viðskiptum og selja árlega nokkur sportveiðileyfi á hvítabjörn.
Ekki varð í fljótheitum fundið út hver veiðikvóti Grænlendinga á hvítabjörn er þetta árið. Þeim tölum virðist ekki vera flíkað. Sennilega er talan ekki lægri en 150 dýr, sem kemur heim við fjölda bjarndýrafelda sem vitað er að lagðir voru inn í Grænlandsverslunina fyrir nokkrum árum. Vonandi er að starfshópurinn sem nú virðist eiga að undirbúa hér björgunaraðgerðir fyrir bjarndýr, kynni sér þessi mál og taki mið af þeim við tillögugerð sína. Strax skal á það bent að þótt einhverjir embættismenn kynnu að vilja sneiða hjá fyrirliggjandi upplýsingum þá stoðar það ekki, svo er Internetinu fyrir að þakka.
Væntanlega heyrir það til náttúrulegra affalla af hvítabjörnum að dýr berist of langt til suðurs til þess að eiga afturkvæmt á ísinn. Óvíst er að þeir hvítabirnir sem bjarga sér á land hér séu allir lífvænlegir. Út frá mannúðarsjónarmiði hlýtur að vera meira en vafasamt að handsama þessi dýr og troða þeim í búr.
Sumir telja ástæðu þess að að tveir birnir ganga hér á land með svo stuttu millibili vera hækkandi hitastig á norðurslóðum og breytingar á ísalögum af þeim sökum. Hvernig sem því er varið þá er ljóst að ekki skiptir nokkru máli fyrir viðgang hvítabjarnarins hvort við föngum einhver dýr og flytjum þau til eða ekki. Á slíkt stúss mætti að vísu horfa sem skemmtilegan barnaskap ef það kostaði ekki sérhæfðan búnað, mannskap og stórfé. Þær aðgerðir eru tilraun til þess að grípa inn í náttúrulega þróun. Það er nokkuð kostuleg náttúruvernd og sýnir fyrst og fremst veruleikafyrringu þeirra sem hæst láta um nauðsyn þess að bjarga hér bjarndýrum hvað sem það kostar.
Í upphafi skyldi endinn skoða vilji menn hafa samræmi í hlutunum. Ef heimsóknum hvítabjarna til landsins stórfjölgar á næstunni er hætt við að auðmenn muni þreytast á að standa undir björgunaraðgerðum og flugi með birni til norðlægari slóða. Hversdagsleikinn mun slæva ljómann af slíkri góðmennsku og ímyndargildið hrapa. Hvað gerum við þá, ætlum við að hafa Landhelgisgæsluna í því að hirða upp bjarndýr hér og hvar við strendur landsins og fleygja þeim aftur í sjóinn ?
Án gamans, þá verður því ekki trúað að óreyndu að stjórnvöld séu þess albúin að sóa hér almannafé í tilraun til þess að friða einhver náttúruverndarsamtök, sem næst munu reyna að banna okkur að veiða fisk.
Hér á landi er heimilt að fella hvítabjörn. Um þetta gilda veiðilögin, nr. 64 1994, en þar segir í 3. málsgrein 16. greinar: ,,Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af ". Ljóst er að alltaf stafar hætta af hvítabirni sem gengið hefur á land, hann er því í raun ófriðaður hér.
Í ljósi þessa er það stórfurðulegt að hvítabjörn skuli hvað eftir annað hafa verið kallaður ,,alfriðað dýr" í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu. Fólki skal bent á að kynna sér lögin sem um þetta gilda, nr. 64 1994, t.d. á Alþingisvefnum.
Rætt er um að hér þurfi að vera til viðbragðsáætlun vegna hvítabjarna og má það rétt vera. Slík áætlun ætti helst að vera í því fólgin að fólk við N-strendur landsins hafi í huga að birnir geti gengið þar á land. Búendur á Ströndum, Skaga, Sléttu o.v. ættu að halda góða hunda, eiga skotvopn við hæfi og kunna með þau að fara. Einnig er sjálfsagt að virkja skotveiðimenn í hverjum landshluta.
Þá væri það mikill velgjörningur við skattgreiðendur að tilkynna yfirvöldum ekki um bjarndýr fyrr en það hefði verið fellt. En sú röð aðgerða er einmitt í samræmi við ákvæði veiðilaganna um viðbrögð við hvítabjörnum hér.
Helstu heimildir:
The Indipendent Nature
Wikipedia
13.06.2008
Inga brandmän i Rosengård utan polis
Från och med fredagen vägrar räddningstjänsten i Malmö att ge sig in i stadsdelen Rosengård utan eskort av polis.
Beslutet fattades sedan brandmän utsatts för stenkastning och mordhot under ett släckningsuppdrag i Rosengård i torsdags, rapporterar SVT:s Sydnytt.
När personal från räddningstjänsten ska in i området måste de hädanefter samlas och invänta poliseskort innan de ger sig in i området för att exempelvis bekämpa en brand.
Senast vid 17-tiden på fredagen utsattes en brandbil för stenkastning och en ruta krossades då brandmännen skulle släcka en brand på en skola vid von Rosens väg.
Tidigare har busstrafiken genom Rosengård tidvis stoppats sedan bussarna varit mål för stenkastande ungdomar. Bussoperatörernas skyddsombud har pekat på faran för chaufförer och passagerare och förbjudit förarna att köra vissa sträckor.
Rósengarðshverfið í Malmö var í upphafi gott hverfi, vel skipulagt með stórum opnum svæðum og allri þjónustu. Þar var gott að búa. Það get ég fullyrt því ég bjó þar á árunum 1975 1977. Líklega má segja að þá hafi verið þar fjölmenningarsamfélag. Auk Svíanna voru þar aðrir Skandinavar, Íslendingar, Júgóslavar, Pólverjar og fólk af fleiri þjóðernum. Ég held að segja megi að þá hafi að flestu leiti farið vel á með íbúum hverfisins þótt sumir hefðu skömm á Sígönum, sem voru fjölmennir í hverfinu. Ég var í þeim hópi og segi það kinnroðalaust. Ástæðan var sú að mér líkar ekki við fólk sem ákveður að leggjast upp á mig og krefja mig um vinna fyrir sér. Þannig var það með Sígaunana í Rósengarðshverfinu, ekkert af þessu fólki sótti vinnu og greiddi skatta. Hinsvegar gekk það í prósessíu upp í Rósengarðscentrum á vissum dögum að sækja bæturnar sínar. Karlarnir fremstir í flottum leðurjökkum með hatta og vaxborin yfirskegg. Konurnar skrefinu á eftir og börnin, gullfalleg kríli, ráku svo lestina.
11.06.2008
Þessi mynd er frá Austmannsbungu, þarna er ég að slá inn á palmtop stillingunum fyrir mælinn en við rákum þarna mæli í nokkra mánuði veturinn, ja, nú man ég ekki hvaða ár.
Haukur Brynjólfsson frá Raunvísindastofnun Háskólans stillir skjálftamælir á Mýrdalsjökli. mbl.is/Jónas Erlendsson
03.06.2008
RÚV birti fréttina af birninum á Þverárfjalli á vef sínum og lét þess í upphafi getið að hvítabirnir séu alfriðaðir. Það er einfaldlega rangt. Ákvæði laga um hvítabirni er að finna í ,, villidýralögunum" nr.64, 1994, 16. grein. Þar segir:
16. gr. Hvítabirnir.
Hvítabirnir eru friðaðir samkvæmt lögum þessum á landi, hafís og á sundi, sbr. þó 3. mgr.
[Gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði er ekki talin stafa bráð hætta af er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum.]1)
Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.
Hafi hvítabjörn verið felldur skv. 3. mgr. skal það tilkynnt umhverfisráðherra án tafar og getur hann þá krafist þess að björninn verði afhentur Náttúrufræðistofnun Íslands til athugunar og ráðstöfunar, enda greiði ríkissjóður áfallinn kostnað.
Það er alveg ljóst að af hvítabirni sem gengið hefur á land stafar hætta, slíkt dýr á því að fella við fyrsta tækifæri eins og 3. töluliður 16. greinarinnar heimilar. Annar töluliður greinarinnar getur aldrei átt við enda var hann settur í lögin fyrir kjánalega óskhyggju embættismanna sem helst virtust hafa hugmyndir sínar um hvítabirni úr myndskreyttum barnabókum.
Annað skondið í frétt RÚV af málinu er hátíðleg frásögn þ.e. að leyfi hafi fengist frá Umhverfisráðuneyti til þess að fella dýrið. Ekki verður séð að þörf hafi verið á slíku leyfi, ákvæði 3. töluliðar er skýrt. Því til viðbótar þurfti ekki annað en heilbrigða skynsemi - sem ekki þarf að sækja til ráðuneytisins - og hæfilegt skotvopn.
02.06.2008
Þetta var flott, nú hefur íslenska landsliðið í handbolta gengið frá Svíagrílunni. Auðvitað eiga Svíar eftir vinni leiki gegn okkur, en nú hafa þeir endanlega misst ,,takið" á íslenska landsliðinu eftir sannfærandi sigur þess þess í gær.
Markvarslan hefur löngum verið veikur hlekkur í íslenska liðinu. Nú glæðast vonir um að þar sé að verða breyting á. Hreiðar hefur verið mjög vaxandi í stöðunni. Í gær sýndi hann sannarlega hvað hann getur. Birkir Ívar getur líka hrokkið í gírinn, hann kom reyndar inná í sigurleiknum og varði vítaskot. Óþarfi að gleyma því.
Til hamingju með sigurinn og sætið á Ólimpíuleikunum !