01.05.2010
Samkvæmt upptalningunni á síðunni þinni ert þú töluvert skólalærður. Það dugar þér þó ekki; heimskan verður ofaná þegar þú tekur til máls. Að halda því fram að allt sk.vinstra fólk vilji gera eigur hinna betru stæðu upptækar er þvaður. Þvaður, sprottið af heimsku eða vilja til að ljúga og blekkja. Hvorugt er gott. Sósíalismi þessa heimshluta a.m.k. gengur út á að skapa fólki jöfn tækifæri í lífinu. Öllum er ljóst að það merkir ekki að allir verði jafnir; fólk er misjafnt að upplagi og því mun ganga misjaflega vel að nýta sér þau tækifæri sem samfélagið býður upp á . Þess vegna mun fólk m.a. efnast misjafnlega, um þetta er sátt. Þetta vita jafnvel þeir sem ekki hafa tekið gráðu í mannauðsstjórnun.
Undirmálsmaðurinn - sem ekki tókst að nýta sér tækifæri lífsins til góðs - er látinn skila sviðakjammanum sem hann stal í kjörbúðinni áður en hann er settur í tugthúsið. En stóþjófarnir - þeir sem þú virðist helst bera fyrir brjósti - sem hreinsuðu út úr bönkum og lífeyrissjóðum, þeir munu aldrei verða færir um að skila til baka nema hluta því sem þeir stálu. En það er sjálfsagt mál að af þeim verði tekið það sem hægt er að ná í upp í það tjón sem þeir hafa valdið. Upp í skuld þeirra við okkur - sem stolið var frá. Að taka á glæpamönnum er ekki pólitík eða skattamál, það er lögreglumál og dómsmál.