08.01.2010
Embættismennirni Gylfi viðskiptaráðherra og Már seðlabankastjóri ættu endilega að halda sig utan við pólitísk úrlausnarefni. Þeir hafa ekki verið kjörnir til slíkra verka. Nú má gera sér vonir um að Icesave-málinu verið lent í samvinnu allra flokka á þinginu. Það er hin eina ásættanlega lausn á málinu. Umskiptin urðu þegar forsetinn tók til sinna ráða og hafnaði undirskrift. Hann steig líka fram og talar nú máli Íslendinga á erlendum vettvangi. Hann talar enga tæpitungu enda má þegar sjá árangur af aðkomu hans að málinu. Slíkan talsmann hefur okkur svo sárlega vantað alla þessa ömurlegu ,,Icesave-tíð". Vonandi hafa menn nú vit á að hverfa frá þeirri ,,lausn" sem sem kúin var í gegn um þingið með 3ja atkvæða meirihluta og er arfaslæm.
Að þessir tveir umboðslausu embættismenn leggist í vörn fyrir það klúður verður ekki þolað.
Haukur Brynjólfsson