09.03.2010
Merkilegt, jafnvel á Evrópuþinginu sjá menn það sem sennilegast er að verulegur meirihluti Íslendinga hafi vitað allan tímann, að ráðlegast væri að kjósa um það hér hvort yfirleitt ætti að fara í aðildarviðræður við ESB.
Swoboda þessi, sem vitnað er til í frétt Mbl. er greinilega mikil mannvitsbrekka og tekur fram að ESB ætti ekki að blanda sér í Icesave deiluna. Sem sagt höfundar og handhafar hins ónýta regluverks sem er hluti af deiluefninu eiga að halda sig til hlés meðan Íslendingar ,,vinna heimaverkefni sín". Þvílíkt andskotans kjaftæði.
09.03.2010
Frosti kútur vildi endilega fara í
fótabað hjá ömmu sinni.
Úlfur minn tók með sér form til að
afi gæti gert flottan búðing.
Elva með nafna minn litla sem orðinn er
fimm mánaða og horfir fast í myndavélina.