Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

06.01.2012

Útblásnar stofnanir.

Við höfum á undanförnum árum komið okkur upp mörgum og vonandi gagnlegum opinberum stofnunum. Þar eru hundruð háskólamenntaðra fræðinga, sem launaðir eru af almannafé, en virðast þó, sem sumir a.m.k., telja að almenning varði ekkert um hvað þeir eru að gera. Ég myndi vilja gera meira en skerpa upplýsingaskyldu um náttúruvá. Ég vildi að gerð yrði úttekt á opinberum stofnunum, ekki síst þeim sem mesta fjölmiðlaumfjöllun hafa fengið á undanförnum mánuðum.Metin yrði þörfin fyrir þessar stofnanir, mannahald þeirra og hverju  þær skila í raun til samfélagsins. Sennilega kæmi þá í ljós að við höfun nú þegar menntað nægjanlega marga umhverfisfræðinga, umhverfisstjórnunarfræðinga og fleiri fræðinga fyrir næstu árin. Það er einungis takmarkaður fjöldi sem getur fengið vinnu við að eyða lúpínu, svo dæmi sé tekið, og mér virðist að búið sé að fullmanna deildirnar sem sjá um að rexa í ferðamönnum.

Sem aftur merkir að fólk sem vill menntast á þessu sviðum þarf að gera ráð fyrir að skapa sér vinnu á eigin spítur; ekki pláss á jötunni í bili.

04.01.2012

Silja á nemendatónleikum.



                  
      Á nemendatónleikum Tónmenntaskólans í Reykjavík  í Íslensku Óperunni ( Gamla bíó) 1992
       

                              

                                             Silja kynnir verkið fyrir áheyrendum

                      

                                  Svo var talið í og flautur og fleiri instrument þanin


                            

                                     Með klarinettið í einhverri skólahljómsveitinni


                          

                                                   Og barringtonsaxafónn




                                  Flottur saxafón kvintett í Óperunni

Þess verður að geta að þótt kerfið hafi sett vatnsmerkið mitt á þessar myndir þá eru þær frá ,,Hraðmyndir", sem voru á Hverfisgötu, og rétthafi mun vera Björn Pálsson, ljósmyndari. 

04.01.2012

Ótitlað





                              

04.01.2012

Ótitlað


02.01.2012

Óþverra mál

Biskupinn kallaði landsdómsmálið þjóðarsmán og sumir bloggarar hafa verið að hneykslast á þeim ummælum. En þetta var rétt hjá biskupnum því umfjöllun Alþingis um málið og sú niðurstaða, að stefna einum fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm, sýndi okkur sem fylgdumst með, lágkúru og pólitíska skítmennsku í nýjum víddum.


Og ég - Samfylkingarmaðurinn - skal, til vegsömunar nýju ári, gera þá játningu, að mér hefur aldrei liðið vel með það að hafa ráðherra úr hrunstjórninni sem forsætisráðherra  án þess að nokkuð hafi verið til þess gert að meta ábyrgð eða ábyrgðarleysi viðkomandi í ógæfustjórninni.Var ekki Jóhanna Sigurðardóttir í einhverju ráherraráði hrunstjórnarinnar sem átti að fylgjast með efnahagsmálum?  Mér þykir betra að ég kaus hana ekki til formennsku í flokknum. Ég var fulltrúi á landsfundinum 2009 en lét vera að taka þátt í kosningu formanns.


Við skulum minnast þess að enginn er sekur nema sekt sé sönnuð. Þetta er ekki málsháttur heldur grundvallarregla. Fyrst Alþingi valdi landsdómsleiðina þá hefði verið mannsbragur að því hjá þeim einstaklingum sem sátu í hrunstjórninni að hreinlega krefjast þess að koma fyrir dóminn til að fá skorið úr um hugsanlega ábyrgð sína á hruninu.  Í  stað þess var skriðið í skjól atkvæðastyrks í Þinginu og ábyrgðinni vísað á einn mann. Þetta er óþverramál og getur aldrei orðið annað.

Það verður líka að taka undir orð biskups um að líta í eigin barm og finna til ábyrgðar.

Við hljótum að fá það Þing sem við eigum skilið - við kjósum stjórnmálamennina.