Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

02.03.2012

Traust

Nýr forstjóri FME þarf að hafa að baki sér stjórn sem að meirihlita er skipuð  utanaðkomandi fagfólki. Þar duga ekki hlöðukálfar fjórflokksins. Við eigum heimtingu á að geta borið fullt traust til Fjármálaeftirlitsins. 

 Hvort sem stjórn FME hefur rétt fyrir sér um þær ávirðingar sem hún ber á forstjórann burtrekna, þá hún er rúin trausti eftir slaginn og verður að víkja. 

01.03.2012

Harðan fagmann yfir FME

Nú þegar forstjóri FME hefur verið rekinn - með réttu eða röngu -þá hefja stjórnmálamennirnir væntanlega leit að nýjum forstjóra sem sé vel hæfur i starfið og ekki sé hægt að gera tortryggilegan. Hljómar vel, ha? Nei, bölvanlega ! Sennilega er vonlaust að finna slíkan mann í þessu litla ætta og kunningjasamfélagi. Eina ráðið, og það er einmitt ágætt ráð, er að einhenda sér í að finna erlendan fagmann í stöðuna. Aðkomumann með öllu ótengdan fjármálageiranum hér. Láta hann fá færan lögfræðing sér við hlið til að leiðbeina til að leiðbeina honum í íslenska lagaumhverfinu, en aðalatriðið er að nýi forstjórinn verði utanað komandi, gallharður fagmaður.