24.05.2012
Þessi pistill er einkum orðhengilsháttur og kjaftæði. Svona dálítið eins og tíst sem maður gæti ímyndað sér að heyrðist væri lítill fróðleiksmoli kreistur. En það er dálítið málefnalegur keimur af vangaveltunni um hvort munur sé á rétti þeirra sem hafa unnið í fiski og eða verið á sjó og hinna, sem aldrei hafa snert á slíku. Ég tel svo ekki vera, en reyslan mótar viðhorf manna. Eftir sumar á síld var ég á minni fyrstu vertíð veturinn sem ég varð 17 ára. Ég var til sjós á bátum og togurum, á vetrum, alls u.þ.b. tvö og hálft ár áður en ég hætti slíku og fór í iðnnám. En hvað kemur það málinu við ? Jú, iðnaðarmaðurinn hafði löngum í þankanum að hann gæti hvenær sem var fengið sér trilluhorn, t.d. að lokinni formlegri starfsævi, og stundað sjó á meðan heilsa leyfði. Slíkt sá hann stundum fyrir sér í draumum sínum. Hvort af slíkri útgerð hefði orðið eða ekki skiptir ekki máli, draumurinn, sem löngu er búið að stela, byggðist á þeim rétti sem við öll eigum og erum borin til. Flestir eru klárir á þessu og vita að þótt takmarka þurfi nýtingu auðlindarinnar - sem við öll eigum - þá gefum við hana ekki eða seljum endanlega frá okkur. Því skiptir engu þótt sperrileggir og stertimenni upphefjist með útúrsnúninga og rugl sem þeir hafa sótt til ,,fræðimanna" uppi í Háskóla, sem sumir hverjir hafa farið svo illa með sig í umræðunni að undanförnu, að þeir standa fyrir sjónum þjóðarinnar sem berstrípaðir fábjánar.
22.05.2012
03.05.2012
03.05.2012