Soðningarprammi        

14.02.2008

Snillingar.

Frumleik snillinganna sem kallast verklýðsforingjar virðast ekki takmörk sett. Nú virðast þeir ætla að fara að berja hund okkur til hagsbóta. Ég tók eftir því að í útvarpsviðtali við einn samninganefndarmann nú í kvöld, taldi hann að nú þyrfti að ,,slá í hundinn'' til að hraða samningum. Mér blöskra slíka aðfarir enda held ég upp á hunda. Annar verkalýðsforingi sem rætt var við fyrr í dag virðist ætla að verja næstu árum í að horfa í baksýnisspegla. Vonandi verður þetta nú allt til þess að bæta kjör okkar, en mér þætti þó vissara að einhver yrði settur í að horfa fram á veginn einnig.