Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

25.02.2011

Já sæll, Vilhjálmur


Flokksbróðir minn,Vilhjálmur Þorsteinsson, bloggaði um ágæta frammistöðu sína í viðtali um ESB á Ínn. Sendi honum þessa athugasemd:

Sæll Vilhjálmur.

 

Ég sá viðtalið við þig á Ínn. Hef þó ekki enn séð nokkur þau rök fyrir inngöngu í ESB, sem sannfæra mig um kosti þess að við breytum þannig stöðu okkar. Tek undir með Valdimar: Hvað er að því að vera ekki í ESB? Bendi mönnum á að horfa á hnattlíkan og spyrja sig hvers vegna við ættum að þrá það heitast að koma okkur endanlega innfyrir tollmúrana á meginlandi Evrópu. Fæ ekki séð það ,,ljós". Fram hefur komið að hægt er að skipta um gjaldmiðil - sé það málið - án inngöngu. Horfum á heiminn. Vöruflæði um jarðarkúluna kann að breytast  mjög vegna mögulegrar hnattrænnan hlýnunar. Ný viðskiptatækifæri. Við erum vel staðsett hér, á milli Ameríku og Evrópu. Af hverju að gefa gömlu nýlenduveldunum þá stöðu með því að færa landamæri þeirra hingað upp?     ( Sem e.t.v. má segja að hafi verið gert með Sengen, en þvi er hægt að breyta) Hversvegna er aldrei rætt um NAFTA ? Af hverju fara stjórnvöld með fríverslunarsamning okkar og Kanada eins og leyndarmál?  Og því ræða áhugamenn um  inngöngu í ESB,  stjórnmálamenn og aðrir, um málefni Evrópu þ.m.t. Evrunnar eins og stöðugleikann sjálfan. Rammskakkur málfluttningur, framtíð Evrunnar er mjög óviss og verður svo næstu árin eða áratugina. Sumir snillingarnir ætla meira að segja að minnka hér atvinnuleysi með inngöngu í ESB. Hvert er meðaltalsatvinnuleysi í löndum ESB?

 

Haukur Brynjólfsson, flokksbundinn í Samfylkingunni.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 13:59

10.02.2011

Óhæfur ráðherra

Það er auðvitað alveg rétt sem framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi segir að umhverfisráðherra á tafarlaust að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar varaðndi aðalskipulag Flóahrepps. Ráðherrann ætlaði að rífa upp áður samþykkt skipulag sem gerði ráð fyrir Urriðafossvirkjun í Þjórsá. Ráðherrann reynir nú að klóra í bakkann með eftiráskýringu þ.e. að skýra hafi þurft lagaumhverfi skipulagsmála sveitarfélaga, slíkt er yfirklór. Spurning er hvort ráðherran hefur með  yfirgangi sínum gagnvart sveitarfélginu valdið stórtjóni. Henni hefur tekist að halda málinu í óvissu í tvö ár. Hvað kostar það? Og hvað kostar þessi óþarfi málarekstur skattgreiðendur?  Nú er tækifærið fyrir flokksformanninn, siðapostulann og gagnrýnandann mikla, Steingrím J., að láta verkin tala og gera óhæfum ráðherra  ljóst að hún verði að víkja.