Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

27.09.2012

Toppstöðin

  • Ákvað að setja hér á síðuna mína orðskipti úr athugasemdadálki DV um atvinnumál.


   Dofri Hermannsson ·  ·  Virkur í athugasemdum · Manager hjá Metanorka · 161 subscribers
   Haukur Brynjólfsson ætlar þú að segja mér að þú trúir virkilega að álver séu í dag svar við atvinnuleysi? Það var örugglega rétt þegar álverið í Straumsvík reis en nýjasta dæmið, Reyðarál hefur kostað okkur fleiri störf en það hefur skapað. Það skapaði þenslustörf fyrir helling af útlendingum í skamman tíma, kostaði okkur gríðarlega í verðbólgu, hækkun vaxta og öðrum þenslukostnaði. Það sem var þó sárast er að vegna ruðningsáhrifa frá virkjunarframkvæmdum dróst fjöldi útflutningsfyrirtækja janft í sjávarútvegi sem í sprotageiranum upp og visnuðu eða flúðu land. 
   Það slær út í fyrir þér ef þú heldur að virkjunarframkvæmdir og álbræðslur skapi störf. Þær skapa ójafnvægi þegar það sem atvinnulífið þarf mest á að halda er stöðugleiki. Þá verða til störf. Virkjanaframkvæmdir og álbræðslur og eru fyrst og fremst tæki fyrir óvandaða stjórnmálamenn og verkalýðsforingja til að táldraga fólk sem trúir að störf verði til í verksmiðjum sem duglegir stjórnmálamenn koma á koppinn. Brigsl um rembing og hæfilegt atvinnuleysi dæma sig sjálf.
  • Haukur Brynjólfsson ·  Virkur í athugasemdum · 73 ára
   Sennilega best að fela bara Toppstöðinni að sjá um þjóðarframleiðsluna.
  • Dofri Hermannsson ·  ·  Virkur í athugasemdum · Manager hjá Metanorka · 161 subscribers
   Kæri Haukur. Það eru engin rök í málinu að hnýta í Toppstöðina. Ég skil vel SA og SI að lobbýa fyrir stóriðju. Félagsgjöld þar eru veltutengd og þau fá helling af peningum frá fyrirtækjum sem standa að virkjunarframkvæmdum og álversbyggingum. Störfin sem skapast við það koma okkur lítið við t.d. eru núna um 390 erlendir málmiðnaðarmenn að vinna við stækkun í Straumsvík. En SA og SI brosa hringinn. Þau hafa minni áhuga á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem er yfirgnæfandi meirihluti starfa og veltu í nágrannalöndum okkar þar sem atvinnulíf er sterkt. Ég skil ekki skynsamt fólk sem ekki sér í gegnum þetta bras. Á því hljóta að vera trúarlegar skýringar.
  • Haukur Brynjólfsson ·  Virkur í athugasemdum · 73 ára
   Er Toppstöðin eitthvað viðkvæmur punktur? Ég vona þó sannarlega að þar hafi einhverjir einstaklingar getað skapað sér atvinnu: lifibrauð. Eða er ekki svo? En þið eruð e.t.v. að gera ykkur ljóst að meira þarf til. Þú þarft ekkert að fræða mig um gagnssemi smárra fyritækja, þekki dálítið til þeirra mála, en ég tek eftir staðlaða orðalaginu hjá þér: ,,litlum og meðalstórum fyrirtækjum". Svona frasar er nefnilega það helsta sem smápólitíkusar kunna um atvinnulíf. Ég veit ekkert um sorg eða gleði innan SA og SI, veit hinsvegar að það er ekki síst á grundvelli stóriðjunnar, sem svo er kölluð, sem byggst hefur upp verðmætur verkstæðisiðnaður í landinun. Þar eru einmitt dæmin um lítil og meðalstór fyrirtæki (á íslenskan mælikvarða). Þannig hefur málmbræðslan stóraukið fjölbreytni í atvinnulífinu, þvert á það sem haldið er fram af vanþekkingu eða í blekkinga skyni eftir atvikum. Við hljótum að vera sammála um að fjölþætt, blómstrandi atvinnulíf sé markmiðið.
  • Haukur Brynjólfsson ·  Virkur í athugasemdum · 73 ára
   Dofri. Allar stórar framkvæmdir í svo litlu samfélagi sem okkar valda tímabundnu ójafnvægi. Bara myndarlegar vegaframkvæmdir með innendum verktökum leiða til þess að menn fjárfesta í tækjum sem erfitt getur verið að finna verkefni fyrir strax að loknum framkvæmdum. sem er bara hluti af vandamálinu, því einnig getur þurft að segja upp fólki. Þú segir að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi visnað vegna ruðningsáhrifa, ég held að kvótinn sé takmarkandi þátturinn í þeirri atvinnugrein. Vegna álvers á Reykjanesi mun beint og óbeint verða til mikill fjöldi starfa til skemmri og lengri tíma, það er nú bara staðreynd. Tel að ljúka eigi þeirri uppbyggingu, sem vel má vera að verði síðasta álbræðslan í landinu. Margir stjórnmálamenn eru nú með munninn fullan af ferðamannaiðnaði, ferðamannastraumi og ferðaþjónustu,rekstri sem er stórlega ofmetinn og í heild sennilega á hausnum. Ég óttast að þar sé einskonar loðdýraævintýri í gangi - því miður. En allri heiðarlegri atvinnustarfssemi sem getur borið sig ber að fagna. Geti einhverjir haft það gott við að handprjóna sokka -svo dæmi sé tekið - þá er það fínt -svo langt sem það nær.
  • Dofri Hermannsson ·  ·  Virkur í athugasemdum · Manager hjá Metanorka · 161 subscribers
   Haukur. Í fyrsta lagi er ekki til næg orka fyrir fullvaxna álbræðslu í Helguvík. Í öðru lagi er engin sátt um hvar má nýta þá orku sem til er. Þannig hefur t.d. Grindavík ályktað þverpólitískt að meirihluti allrar orku í sveitarfélaginu skuli fara til uppbyggingar innan sveitarfélagsins. Í þriðja lagi er engin sátt um línulagnir sem nauðsynlegar eru eigi álver að rísa í Helguvík. Í fjórða lagi vantar ódýrt fjármagn til að hægt sé að bjóða nógu lágt verð til að álbræðslan beri sig. Vandkvæðin eru fleiri. Helguvíkurbrallið liggur eins og strandaður hvalur í höfninni og veldur því að enginn kemst inn og enginn út. Ekkert er hægt að ákveða af því menn hanga á þessari gölnu áætlun eins og hundar á roði og spila Svartapétur upp á skömmina af bráðræðinu.
   Ferðaþjónustuna hafa margir gaman af að níða niður. Tala um hana sem láglaunagrein sem sé á hausnum. Staðreyndin - þú getur sjálfur farið inn á hagstofuvefinn og flett upp á vinnsluvirði atvinnugreina - er sú að vinnsluvirði (það sem er eftir af innlendum verðmætunum þegar búið er að borga erlend aðföng) er mun meira en vinnsluvirði fiskveiða og -vinnslu og um þrisvar sinnum meira en af allri málmbræðslu í landinu. Það er með þetta eins og svo margt annað. Gamlir karlar sem telja sig hafa vitað allt best í svona 3-5 áratugi, þylja upp frasa sem eru löngu fallnir úr gildi og vilja að allir meðtaki þá eins og faðirvorið.
  • Haukur Brynjólfsson ·  Virkur í athugasemdum · 73 ára
   Öll vandamálin sem þú telur upp varðandi álver í Helguvík eru leysanleg ef nægjanlegur vilji er til þess. En e.t.v. strandar allt á ósætti um verkefnið og það verður dýrt. Sem fyrr hafa andstæðingar álvers engar raunhæfar tillögur í atvinnumálum, véfengja bara að álverið muni skapa störf, sem útaf fyrir sig er rétt spá ef hætt verður við framkvæmdina.

   Ekki hef ég nokkra löngun til að níða ferðaþjónustuna það undarlegt að ætla manni slíka illgirni - en margur hyggur mig sig. Ég lýsti bara áhyggjum af ástandi sem er á margra vitorði. Að vitna til vinnsluvirðist er skot í myrkri en upplýsir ekki um raunverulega stöðu greinarinnar. Þar er skuldsetning fyrirtækjanna stóra málið. Man ekki betur en að menn væru ánægðir með vinnsluvirði sjávarútvegsins þegar búið var að skuldsetja þá grein til fjandans, löngu fyrir hrun. Innan ferðaþjónustunnar er mikill fjöldi láglaunastarfa, það vita allir. Þá hafa aðilar sem hljóta að teljast marktækir nefnt að svindl og samningsbrot viðgangist í greininni. Slíkt heyrir þó vonandi til undantekninga og á ekki við alvöru fyrirtæki. Á svona hlutum geta gamlir karlaskrattar áttað sig jafnvel betur en faðirvorinu. Það verða yngri menn nú bara að lifa við. Annars finnst mér eftirtektarvert hve trúarlegar tilvísanir eru þér tamar, eins og sjá má af þessum skoðanaskiptum okkar.