Haukur Brynjólfsson ætlar þú að segja mér að þú trúir virkilega að álver séu í dag svar við atvinnuleysi? Það var örugglega rétt þegar álverið í Straumsvík reis en nýjasta dæmið, Reyðarál hefur kostað okkur fleiri störf en það hefur skapað. Það skapaði þenslustörf fyrir helling af útlendingum í skamman tíma, kostaði okkur gríðarlega í verðbólgu, hækkun vaxta og öðrum þenslukostnaði. Það sem var þó sárast er að vegna ruðningsáhrifa frá virkjunarframkvæmdum dróst fjöldi útflutningsfyrirtækja janft í sjávarútvegi sem í sprotageiranum upp og visnuðu eða flúðu land.
Það slær út í fyrir þér ef þú heldur að virkjunarframkvæmdir og álbræðslur skapi störf. Þær skapa ójafnvægi þegar það sem atvinnulífið þarf mest á að halda er stöðugleiki. Þá verða til störf. Virkjanaframkvæmdir og álbræðslur og eru fyrst og fremst tæki fyrir óvandaða stjórnmálamenn og verkalýðsforingja til að táldraga fólk sem trúir að störf verði til í verksmiðjum sem duglegir stjórnmálamenn koma á koppinn. Brigsl um rembing og hæfilegt atvinnuleysi dæma sig sjálf.
Það slær út í fyrir þér ef þú heldur að virkjunarframkvæmdir og álbræðslur skapi störf. Þær skapa ójafnvægi þegar það sem atvinnulífið þarf mest á að halda er stöðugleiki. Þá verða til störf. Virkjanaframkvæmdir og álbræðslur og eru fyrst og fremst tæki fyrir óvandaða stjórnmálamenn og verkalýðsforingja til að táldraga fólk sem trúir að störf verði til í verksmiðjum sem duglegir stjórnmálamenn koma á koppinn. Brigsl um rembing og hæfilegt atvinnuleysi dæma sig sjálf.