25.07.2009
Nú á að setja á fót nefnd til að endurskoða úrræði fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Gott er til þess að vita að réttu stjórnvöldin hafa nú frétt af fjárhagserfiðleikum Jóns og Gunnu, sem eru að fara í skert fæðingarorlof, svona níu mánuðum eftir hrun efnahagslífsins á Íslandi. Sennilega verður barnið komið í leikskóla þegar nefndin hefur greint vanda foreldranna og getur farið að huga að úrræðum. Spurnig hvort sá leikskóli verður hér á landi eða erlendis.
25.07.2009
Nú á að setja á fót nefnd til að endurskoða úrræði fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Gott er til þess að vita að réttu stjórnvöldin hafa nú frétt af fjárhags erfiðleikum Jóns og Gunnu, sem eru að fara í skert fæðingarorlof, svona níu mánuðum eftir hrun efnahagslífsins á Íslandi. Sennilega verður barnið komið í leikskóla þegar nefndin hefur greint vanda foreldranna og getur farið að huga að úrræðum. Spurnig hvort sá leikskóli verður hér á landi eða erlendis.
17.07.2009
Jæja, þá liggur fyrir að farið verður í skyndi í aðildarumræður við ESB. Eða hvað, er það víst að Evrópusambandið vilji flýta sér að tala við okkur? Hvernig sem það fer þá er nú ekki um annað að gera en að reyna að finna ljósar hliðar á málinu. Reyna að horfa fram hjá því að málinu var troðið upp á þingið. Það var óþarfi, því ljóst er að hægt hefði verið að ná víðtækri samstöðu þingmanna úr öllum flokkum um málið. Þetta er einmitt mál sem ekki ætti að leggja upp með nema með yfirgnæfandi meirihlutavilja þings og þjóðar.
Fyrsta ljósa hliðin á þessu máli gæti verið að að gera má ráð fyrir að þjóðinni verði haldið upplýstri um gang viðræðna, því hefur a.m.k. verið lofað. Okkur ættu þá að verða ljósir allir möguleikar okkar í þessu efni; kostir og galla ESB-aðildar eftir því sem viðræðum vindur fram. Þjóðin getur þá tekið upplýsta ákvörðun þegar til atkvæðagreiðslu kemur um aðildarsamning.
Gott væri að byrja heiðarlega umfjöllun ( allt uppi á borðum ) á því að þeir þingmenn - ef einhverjir eru - sem telja meira um vert að komast í ESB en að halda til frambúðar fullum yfirráðum yfir auðlindum okkar, gerðu nú grein fyrir þeim skoðunum.
15.07.2009
,, Í öllum flokkum nema Samfylkingunni eru deildar meiningar um aðild að Evrópusambandinu", sagði Ögmundur Jónasson í þinginu í dag. Hann er svosem ekki einn um að taka þannig til orða. Svo er litið á að ekki sé til efi um þetta mál innan flokksins míns, Samfylkingarinnar. Ég er að vísu bara ellilífeyrisþegi, en er flokksfélagi í Samfylkingunni og alfarið á móti inngöngu okkar í Evrópusambandið. Þessa afstöðu hef ég stundum látið koma fram í flokknum, seinast í stórum fundi á Hótel Sögu s.l. vetur þegar fjallað var um stjórnarsáttmálann. Annar flokksmaður lét þess einnig getið á sama fundi að hann hefði efasemdir um inngöngu okkar í sambandið. Það er því ekki hægt að segja að aldrei hafi heyrst hjá okkur efaraddir um þetta mál þótt þingflokkur okkar sé einhuga í málinu. Vonandi er afstaða hinna samstíga þingmanna okkar byggði á vandlegri yfirvegum. Vonandi að þeir hafi hugsað þetta mál út frá öllum hliðum - metið kosti og galla aðildar - áður en þeir múruðu þessa afstöðu í sinni sitt. Ég verð þó að efast um að svo sé. Og það er vegna þess að innan flokksins hefur ekki farið fram nein gagnrýnin og upplýsandi umræða um þetta stóra mál.
Fyrir mörgum árum var í póstkosningu samþykkt að sækja bæri um aðild að ESB. Síðan hafa ýmsir þingmenn okkar sagt við aðskiljanleg tækifæri ,, við erum Evrópuflokkur"! Frekar grunnt, þykir mér.
Ég er vissulega lýðræðissinni og virði því lýðræðislega niðurstöðu í þessu máli sem öðrum. Ég er svo mikill lýðræðissinni að ég vil þjóðaratkvæði um það hvort fara eigi í aðildarviðræður. Og svo, að sjálfsögðu, um samning ef til þess kemur. En tímasetninguna, að sækja nú um aðild, tel ég afleita. Því valda atburðir hér innanlands og afleiðingar þeirra.
Þá eru hugsanleg að verða hnattrænar breytingar sem ráðlegt væri að sjá betur áður en sótt er um aðild að EB. Okkur vantar miklu meiri upplýsingarn og meiri tíma. Ekki má gleyma hugsanlegri olíu og gas vinnslu á Drekasvæði
En ég vona innilega að Alþingi felli tillögu stjórnarinnar um aðildarviðræður þannig að þingmenn geti snúið sér að brýnum verkefnum.
Þetta vildi ég láta koma fram hér á síðunni minni áður en til alkvæðagreiðslu kemur í þinginu.
Til viðbóta er svo gamall pistill af síðunni minni um skilt efni.
Evrópustjórnarskráin.
Ég er sammála því að ,,evrópusinnar" þurfa ekki að sýta afdrif EB-stjórnarskrárinnar; með þessari niðurstöðu er valdið betur falið og því auðveldara að tala fyrir inngöngu okkar í EB. Ég hef á hinn bóginn ráðlagt fólk
i að horfa á hnattlíkanið, átta sig á legu landsins á flekaskilum kúlunnar og spyrja sig því í ósköpunum við ættum að þrá það heitast að komast endanlega innfyrir tollmúra gömlu Evrópu með allar sínar kreddur, atvinnuleysið og almenn vandræði.Á slíkri þankastund virðast kostir þess augljósir að standa utan EB,stunda fríverslun við bæði Ameríku og Evrópu og nýta þannig til fulls staðsetningu okkar í jarðarkúlunni. Þetta var nú um hagræna hlið málsins, en sé vikið að hinni pólitísku hlið þess aftur þá er þarflegt að minnast greina Einars Olgeirssonar frá 7. áratugnum um pólitíska þróun í Evrópu. Þau skrif virðast nefnilega ætla að standast betur tímans tönn en flest annað sem Einar og stjórnmálamenn honum samtíða hafa sagt og skrifað.
Stórauðvaldið í Evrópu er samt við sig og hreðjatök þess á stjórnmálamönnum víða sýnileg.Það mun því halda áfram og leita leiða til að koma fram vilja sínum þótt almenningur hafi sagt nei að þessu sinni.
Haukur Brynjólfsson.
Skrifað 31.5.2005 kl. 11:45 af Haukur Brynjólfsson.
Og hvað gerðist ? Jú, stórauðvaldið í Evrópu lét lýðræðið auðvitað ekki þvælast fyrir.
Kokkað var upp eitthvað sem kallast Lissabonsáttmáli og nú er reynt að troða ofan í lýðinn.
05.07.2009
Þann 1. júlí sl., daginn áður en 1. umræða hófs í þinginu um ríkisábyrgð á Icesave-samningnum, sendi ég formanni og varaformanni Samfylkingarinnar ásamt utanríkisráðherra, eftrifarandi bréf í tölvupósti. Ekki hef ég fengið svar við þessu erindi og má vera að fleiri en fjármálaráherrann telji ástæðulaust að svara ellilífeyrisþega. En þar sem ég er flokksbundinn í Samfylkingunni vil ég að sem flestir viti afstöðu mína í þessu máli.
Kæru félagar.
Undanfarið hafa verið að koma fram veigamikil rök frá þungaviktarfólki fyrir því að ekki megi samþykkja Icesave-samkomulagið sem fyrir liggur, heldur verði að freista þess að ná betri samningi.
Vægi þessa málfluttnings tel ég að hafi aukist jafnt og þétt. Meðal þeirra sem þannig tjá sig eru aðilar sem ekki verða afgreiddir með ásökunum um ábyrgðarleysi. Nú síðast er vitnað til skýrsla Elviru Mendez, sem er doktor í Evrópurétti. Hún telur að mjög hafi hallað á Íslendinga við gerð samningsins. Þá eru ekki síður athyglisverð ummæli Jóns Daníelssonar, m.a. um breyttar aðstæður á Evrópskum fjármálamörkuðum frá því sem var s.l. haust.
Við sem leggjum okkur fram um að fylgjast vel með þróun mála líðum vissulega fyrir treglega upplýsingagjöf og misvísandi álit aðila um stöðu okkar í nútíð og framtíð.
En eftir vandlega ígrundun er ég orðinn sannfærður um að samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave- samningnum nú væri óráð. Mér sýnist algjörlega ljóst af þeim upplýsingum sem fram eru komnar, að samningurinn sé mjög vondur. Því verði að reyna að ná betri samningi. Í því samhengi gef ég lítið fyrir hávaðann í Steingrími J. Þykir mér bera nýrra við ef hann er orðinn sá lögspekingur að hann geti véfengt álit virtra fræðimanna á því sviði.
Líf eða fall ríkisstjórnar er í raun smáatriði í samanburði við þá þjóðarhagsmuni sem hér kunna að vera í húfi. Að knýja þetta risavaxna álitamáli í gegn um þingið án tillits til framkominna raka gegn samþykkt - hugsanlega með minnsta mögulega meirihluta - er hreinlega ekki boðlegt.
Ljóst er að slík afgreiðsla þessa máls nú mun ekki auðvelda ykkur eftirleikinn: að koma landinu í Evrópusambandið. Þjóðin mun þá alfarið neita að kyssa á vöndinn.
Ég skora á ykkur að bakka nú og taka málið upp á grundvelli nýrra upplýsinga og breyttra aðstæðna. Leita eftir samstöði í þinginu um að allir flokkar vinni að lausn málsins. Fara að ráðum Jóns Daníelssonar og ,, fela samningagerðina bestu erlendum lögfræðingum sem völ er á, óumdeildum sérfræðingum í slíkum samningum".
Bent hefur verið á svo stórkostlega ágalla á samningnum og allri samningsgerðinni að samþykkt ríkisábyrgðar að óbreyttu er fráleit.
Með félags kveðju,
Haukur Brynjólfsson
Sent til:
Formanns Samfylkingarinnar,
Varaformanns Samfylkingarinnar
Utanríkisráðherra