Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

26.11.2009

GlæpaverkVegna nýlegrar umfjöllunar um innrásina í Írak:

Því hefur verið lýst hvernig sprengjum var ausið yfir sofandi íbúðahverfi í Bagdad  með venjulegum stríðsafleiðingum fyrir almenna borgara; limlestingum og dauða. Einnig hvernig vírnetum var varpað yfir rafdreifikerfin til að slá út rafmagni og gera þannig óvirkar dælur í fráveitukerfi borgar á láréttu landi. Þannig mátti enn auka á hörmungar almennra borgara og byrla þeim taugaveiki og fleiri sóttir ef vel tækist til.


Það er svo yfirgengileg að tveir íslenskir ráðherrar skyldu sækja fast að fá inngöngu í þann morðhundaklúbb sem fyrir þessum glæpaverkum stóð, að það er ekki einu sinni hægt að skemmta sér við brandara um utanríkisráðherrann sem opinberaði fíflsku sína með þvaðri um fundin gereyðingarvopn.

16.11.2009

Litlir púkar hafa líka hljóð

 


Nú þykir mér aldeilis tísta í Ómaganum í Hádegismóum. Næst ætti hann að syngja um milljarða niðurfellinguna hjá Glitni og leggja út af því hvar kostnaður af þeirri gjöf muni koma niður.